Hetjurnar okkar syngja sig inn í sumarfrí með söngvum sínum um ímyndaða vini, Harvey horrormyndir og frægðarbond, ásamt því að koma að töff skóm og muninum á guði og mættinum og stóra planinu. Hefnendurnir eru í boði Nexus
Jun 06, 2018•58 min
Ævar hinn sanngjarni og Hulli hinn súri fara aftur í bíó og taka upp gersamlega skammarlaust og drulluspillt spjall um sprengjurnar sem skullu á strendur skynfæra þeirra síðustu vikurnar. Nánar tiltekið Avengers: Infinty War, Deadpool 2 og Solo: A Star Wars Story. ARÚÚÚGAH SPOLER ALERT.Hefnendurnir eru í boði nexus. Nexus: Það er aðeins einn guð.
May 30, 2018•1 hr 1 min
Hulli og Ævar nú hittast á ný. Komnir loks saman eftir smáræðis frí. Þeir ræða um hitt og ræða um þetta, Rambó hinn fimmta og Billa og Tedda. og auðvitað eitthvað sem rímar við ný.
May 15, 2018•1 hr 24 min
Í óvenju stuttum en að venju skemmtilegum þætti fara Hulkleikur og Ævorman í bíó með Thandrosi og Nebóla, reyna að muna hver þessi Drakúla er aftur, spyrja reykjandi nörda útí tvívídd, og meta meðlimi Star Wars heimsins út frá hæð og meðlimi marvelheimsins út frá kynþokka.
May 02, 2018•34 min
Gest ber að garði í Hefnendaturninum þar sem Svenni í Nexus kemur til að kynna hvað er á döfinni á næstunni í musterinu. Að auki er komið inná lagaflækjur óða Max, kynlífskölti vinkonu ofurmennisins, illan dauða öskukallsins og komandi ráðstefnu njarðahjarðarinnar, Midgard!
Apr 24, 2018•1 hr 32 min
Hetjurnar okkar knáu sameinast á ný í Hefnendaturninum til að tjá sig um ofsótta elligoðið, Norbitinn Panamaprins, Billy eitthvað og ógildingu górilluapametsins hans og sprengjuhótun steikarinnar. Og svo er fáninn dreginn í hálfa stöng fyrir tvo nýfallna meistara
Apr 17, 2018•1 hr 36 min
Ævorman í borg óttans og Hulkleikur í friðardalnum ræða símleiðis um bit krútthnífsins, rödd leðurblökunnar, harmleik svarthöfða, táningsár úlfsins og spielbergmyndina sem spielberg spielbergaði í feitt spielberg. Hefnendurnir eru í boði nexus. Nexus: Það er aðeins einn guð.
Apr 11, 2018•1 hr 16 min
Í Hefnendaturninum hittast hetjurnar Hulkleikur og Ævorman til kjafta í kaffipásu um heima og geima. Þar á meðal frændalistasamfélagið, fjórgó, kryddlegnar ofurhetjur, húlígana og dómsdoktora, áður en allt endar svo á suðupunkti í sundrandi söngleikjaspjalli.
Mar 27, 2018•1 hr 14 min
Hetjurnar okkar taka fyrir Ríkharðlífi Harmon, endalok Ævintýratímans, endurgerðan brjálaðan búálf og útvíkkaða Draumaheima ásamt umræðum um viljandi og óviljandi dónaskap og meistarmánaðagláprestarnar hans Hulkleiks
Mar 21, 2018•1 hr 29 min
Ævorman og Hulkleikur ræða um risa í heimildamyndum og tölvuleikjum, þrumuguði í froska- og kvenlíki og eftirsjárverða andargogga í Marvel og Star Wars. Hey bara enn einn drulluslaki dagurinn í Hefnendaturninum. Hefnendurnir eru í boði Nexus. Nexus: Resistance is futile.
Mar 13, 2018•1 hr 20 min
Ævar og Hulli ræða námsferil Eriks Killmongers, tímaferðalög Kobba Kviðristu, Besta hlutverk Rockwells, gleymda minningu West og ástarljóð Del Toros.
Mar 06, 2018•1 hr 50 min
Hulli snýr aftur frá Berlín og hann og Ævar ræða um úrslit Eddunnar, allt þetta dót sem er búið að vera að gerast síðan þeir hittust síðast, leiðrétta sjálfa sig og hlusta síðan á þakkarræðuna sem heyrðist ekki. Svo halda þeir í myrkviði Pardusdýrsins.
Mar 01, 2018•1 hr 25 min
Hetjurnar okkar hittast á ný eftir langa fjarveru frá hvorum öðrum, fallast í faðma og ræða um víðfeðmt umfjöllunarefni eins og koddalausar flugfarir, meint fánýti fagverðlauna, illa hirta þúsaldarfálka, brynjuklædda brjóstvöðva og auðvitað Lobay.
Feb 13, 2018•1 hr 42 min
Ævar er með Stokkhólmsheilkenni þannig að Hulli fær Lóu Hjálmtýs aftur sem gestaHefnenda og þau ræða dvergvaxna Íslandsvini sem borða fólk, nineties leikkonur sem trufla tímalínur og uppstökka unglinga sem engjast í undirmeðvitundum uppkominna einstaklinga.
Feb 06, 2018•1 hr 31 min
Ævar er í Svíþjóð að representa land og þjóð þannig að Hulli ræður Lóu sem gestaHefnenda og þau ræða Bobcat Goldthwait, fjarlæga brauðristarfeður og bróður Búffans í Stand By Me.
Feb 01, 2018•1 hr 27 min
Hlunkurinn og Járnmennið halda upp á óvæntan hundraðastaogfimmtugasta þátt sinn með ofhlæði af athyglisbresti, málvillum og óákveðni. Sandrés Önd kíkir í heimsókn og þau ræða allt á milli Abbey og Abba.
Jan 23, 2018•1 hr 41 min
Ævorman og Hulkleikur vígja nýja aðstöðu í Hefnendaturninum með tuði um finnskar/írskar/íslenskar kveðjur, áfengiverslanir og barnaheimili í Enterprise, Berry-kisuna vs Leto-jókerinn og að lokum telja þeir upp besta sjónvarp 2017 Hefnendurnir eru í boði nexus. Nexus: Resistance is futile.
Jan 15, 2018•1 hr 59 min
Ævar og Hulli tala um springfieldskan húðlit, upphafsstef stjörnuferða, dyramottu tímalávarða, kapteinasokka og telja svo upp uppáhalds kvikmyndir sínar 2017.
Jan 01, 2018•1 hr 24 min
Hefnendur eru á fullu við að borða alltof mikið af reyktu svínakjöti, opna gjafir og drekka jólaöl til að taka upp venjulegan þátt. Þess vegna ætla þeir að birta í staðinn áður óútgefna upptöku frá því í fyrra. The Star Wars Holiday Special er líklega ein versta mynd allra tíma. Mögulega sú versta. Hún er allavega langversta Star Warsið. Þess vegna ákváðu Hefnendur að horfa á lengstu þekktu útgáfu af myndinni og tala yfir hana. Gera svona Commentary. Með Lóu Hlín (Lóbó) Hjálmtýsdóttur.
Dec 25, 2017•2 hr 5 min
Hefnendárinu lýkur senn og því er viðeigandi að hetjurnar okkar líti um öxl á allt það stærsta sem hefur gengið á, í einum feitum áramótaannál! Þar verður imprað á öllu frá tortímingu og trekki, krípum og myrkraheimum og hæfilegum skammti af undrakonum og gömlum körlum að lesa vitlaus umslög. Að auki fer fram ítarleg umfjöllun um nýjasta kafla stjörnustríðsbálksins og örlög hinsta væringjans. Always.
Dec 18, 2017•2 hr 8 min
Hulli og Ævar tala um afar spennandi hluti eins og afar mikla ást Hulla á Ævari, afar spennandi prump, það sem Grant Morrison þykir afar gaman að horfa á, afar slæma skinkusamloku, afar óhugnanlega sólmyrkva og afar góðhjartaðar alvöru ofurhetjur.
Dec 11, 2017•1 hr 13 min
Hetjurnar okkar koma seint til leiks þessa vikuna en bjóða upp á tregafulla umræðu um endalok hins myrka alheims, reffilegan refsanda, stjörnustæla Tarantino og líka hvort það sé í lagi að vera leiðinlegur ef maður er að gera list.
Dec 04, 2017•1 hr 39 min
Ævar og Hulli ræða samskiptaleiðir íslenskra dægurgoða, poppkúltúrreferensa framtíðarinnar, muninn á stroke og pool, misskilda mömmufordóma, dónakalla og ljóta brandara.
Nov 27, 2017•1 hr 47 min
Hetjurnar okkar prúðu henda í umræðuveislu um tilvistarkreppu tölvutengja, tilvistarkreppu Hringadróttinssögu, tilvistarkreppu Batmans, tilvistarkreppu treilara og tísera, tilvistarkreppu vídeóleigunnar og tilvistarkreppu flokkanna á kvikmyndum og sjónvarpi. Sartre hvað? *Klíng*
Nov 20, 2017•1 hr 47 min
Í nýjasta þætti Hefnenda ræða Hulkleikur og Ævorman um mögulegan stjörnuþríleik, dévítans Disneyvæðinguna, óskalistann sinn í myndasögusjónvarpi og ofurkonu að sparka í karlpung. Síðan þarf að ræða aðeins alvarlegri mál á alvarlegri nótum í nýja dagskrárliðnum Æi fokk, seriously? Þú líka?! Afhverju? Dísis fokking kræst hvað er að?!
Nov 13, 2017•1 hr 17 min
Ævarúlfurinn og Hullvítið setjast á TwinPeaks-esque sviðið í hryllingsholunni Húrra og hljóðrita Live bloodcast fyrir framan áhorfendur sem eru fleiri en puttahnífar Freddys en færri en endurkomur Jasons. Þeir ræða byssuleysi grímuklæddra morðingja, sjálfstæð vélmenni og réttdræpar nasistazombíur. Ævar reynir að tala um örlög Corey Feldman en Hulla finnst það of hryllilegt fyrir þetta hryllings-special Hefnenda!
Nov 06, 2017•1 hr 19 min
Ævar mætir eldsnemma í Hullbunkerinn og þeir ræða lélegustu endurgerð ársins, sumé kosningarnar og stórasta land í heimi, sumsé Asgard (Ekki Ásgarð því það er munur á Asgard og Ásgarði). Svo reyna þeir að fatta hvort 2049 sé klámvætt eða feminískt ár og svo koma auglýsingar. Og hvílíkar auglýsingar! Og meira. Ágætur þáttur sko.
Oct 30, 2017•1 hr 3 min
Hulli er með of bilaðan heila til að podcasta en Ævar kveikir samt á upptökutækinu og þeir tala um bókasafnsbiturð skrípasöguskálds, skyggn augu með heyrn, rasisma og hvernig kvikasilfur getur bjargað heiminum.
Oct 23, 2017•1 hr 10 min
Hulli litli og Ævar mikli tjatta um snapp, geymslupláss í geimnum, óstartreklegt startrek og skáldað byssuofbeldi í byssuofbeldisveruleika.
Oct 16, 2017•1 hr 15 min
Hulkleikur er með flensu og Ævorman kemur í heimsókn til að hressa hann við með rabbi um tilgangsleysi slagorðagríns, öfugþýðingar og andstöðurangstæðu, en líka aðeins um alla þessa káfandi kúkalabba í Hollívúdd.
Oct 09, 2017•1 hr 17 min