Drengirnir okkar hugprúðu gera sitt best til að afsaka fjarveru sína síðustu viku en tekst það ekki alveg en í staðinn tala þeir um barnagirnd Súpermanns, bessaleyfi Bryans Singer og sex ég meina níu bestu kvikmyndir síðasta árs.
Dec 26, 2016•1 hr 2 min
Hulkleikur og Ævorman reyna að díla við sviplegt fráfall íkonsins Carrie Fisher með veruleikaflótta og hugleiðingum um tímans þunga gang. Þátturinn er seinna á ferð en vanalega. Það var eins og hann tafðist til þess eins að Hefnendurnir gætu kvatt Carrie sem hefur gefið okkur...
Dec 19, 2016•1 hr 3 min
Hulkleikur og Ævorman ræða eigin sköpunarverk ofurhetjubækur og fangelsisþætti, óskir sínar hvað gjafir varðar og stærstu kvikmynd ársins, Rogue One.
Dec 12, 2016•1 hr 43 min
Til að fagna því að uppáhaldsbúðin þeirra í heiminum, Nexus, er nýr styrktaraðili Hefnendanna rifja Hulkleikur og Ævorman upp Nexus sýningar á árinu, tala aðeins um trailera og vafra síðan yfir á jarðsprengjusvæði ofursamkynhneigðar og ástir á stríðslínum á sinn klunnalega en einlæga máta.
Dec 12, 2016•1 hr 43 min
Strákarnir snúa aftur til að verma skammdegishjörtu jarðarbúa með léttu hjali um allskonar skemmtilegt dót. Hvaða dót? Nú til dæmis nútímanasista, hina stöðugu baráttu óreiðu og skipulags, hvað Dr. Strange er flott mynd og svo lesa þeir langan lista um sci-fi þætti. Er það ekki bara fínt? Jú.
Dec 05, 2016•1 hr 27 min
Í tilefni af sínum hundraðasta þætti ætla Hefnendur að gera það sem þeir gera best… tala… bara það… tala… um allskonar… ekkert gimmick, engir dagskrárliðir, bara tveir hefnendur að tala um hluti. Tali tali tali. Í hundraðasta veldi. Knús og kram! Hulkleikur og Ævorman. Þormóður Dagsson sá um flutning á intróinu að þessu sinni.
Mar 07, 2016•1 hr 25 min
Réttarhöld eru haldin yfir hetjunum okkar þar sem Ævorman og Hulkleikur þurfa að verja sig gegn ásökunum saksóknarans Erik The Viking og svara fyrir glæpi sína gegn jarðarbúum. Allt er lagt að veði, njósnir, feðraveldið, hár og hunsun í æsispennandi réttardrama og nítugasta og níunda þætti Hefnendanna.
Feb 29, 2016•1 hr 34 min
Hefnendurnir stigu upp á svið á Húrra um daginn ásamt Fílalagsbræðrum og fluttu þátt fyrir framan “live studio audience”. Sú taumlausa gleði var tekin upp og nú geta jarðarbúar hlustað á Hulkleik og Ævorman velta fyrir sér verðleikum Jobsanna, hvað Hulli og pabbi hans horfa á saman á kvöldin; og hvort vinnur í slag, Star Trek eða Star Wars? Njótið heil!
Feb 22, 2016•1 hr 2 min
Eftir hressandi hundasund í Dauðalauginni pæla Hullinn og Ævarinn í pésé húmor, Stebba steik, nýjum Refsara og hetjunum í sviðsljósinu, áður en þeir skella sér í eitt verulega feitt maraþonáhvaðertuaðglápa.
Feb 15, 2016•1 hr 27 min
Hefnendurnir ræða um hvort sé merkilegra umræðuefni, Óskarsverðlaun eða klósettpappír. Svo tala þeir um auglýsingar í súpuskál og fjarlægt fyrirbæri sem kallast ást.
Feb 08, 2016•1 hr 19 min
Ævorman snýr aftur í fang Hulkleiks og þeir tala með munnunum sínum um athyglisbresti, hvítasta óskarinn og fæðingu þjóðar, Kisuna Kevin og ómeðvitaðan brandaraþjófnað.
Dec 21, 2015•1 hr 25 min
ÆvorMan er upptekinn við að bjarga heiminum Þannig að Hulkleikur fær Lobo Hjálmtýsdóttur til að halda rassafari hans volgu á meðan. Þau ræða um gagnsleysi giftinga, andlát Alans, orðaleiki Arnolds og einelti gegn elítunni í þessum athyglisverða og athyglislausa þætti.
Dec 14, 2015•1 hr 36 min
Hetjurnar okkar vafra vammlausar inn í nýja árið og umvafnir vafasömum brókartöfrum púkakóngsins syrgja þeir fallna geimhetju, tala smá um veðrið, taka smá dansútúrdúr og taka síðan á sig rögg til að ræða um gúrmelaði nördahlaðborðs komandi árs
Dec 07, 2015•1 hr 35 min
Heimsumhullinn og Jólhann Ævar taka fyrir átján af helstu menningarþrekvirkjum ársins sem var að líða í þessum glimrandi skemmtilega, árvissa áramótaannáli hefnenda og halda ennfremar upp á afmæli frelsarans frá Manhattan.
Nov 30, 2015•1 hr 15 min
Hullaskellir og Ævasleikir heyrast símleiðis frá sitthvoru jólaævintýrinu og skeggræða jólasveina, jesú, star wars og önnur trúarbrögð í þessum viðburðarríka vetrasólstöðuþætti.
Nov 23, 2015•1 hr 43 min
Gætið ykkar! Nú byrja Hefnendurnir! Í dag fjalla þeir um hvað það er erfitt að vera frægur, bera saman nasista og daleka, óska sér fleiri jólagjafa frá uppáhaldsbúðinni sinni Nexus – áður en þeir halda á vit ævintýranna með epísku spjalli við sveppagreifann Stefán Pálsson um Sval og Val.
Nov 16, 2015•1 hr 22 min
Hefnendum gengur brösuglega að hefja nýjan þátt í storminum, en þegar þeir komast af stað fara þeir á flug um kínverska drauga, ó-óviðeigandi framtíðarfatnað og öldrunaráhrif leikstjóra áður en þeir demba sér í kassann með nakta kallinum og gera sér Nexusjólagjafaóskalista. Munið síðan að kíkja...
Nov 09, 2015•1 hr 36 min
Hefnendurnir mæta fílelfdir til leiks með flottustu byrjun ever á podcasti. Sem þeir tóku reyndar ekki upp því græjan varð batteríslaus. Oh well. Þetta er samt góður þáttur. Jessica Jones, Hildur Knúts, ofvirkar draumastelpur og töfranegrar.
Nov 02, 2015•1 hr 5 min
Heffararnir gjeffa og gjaffa um bardagalistir Bigga Löggu, þunglyndar kvenhetjur, ómerkilega járnhnefa og mottunet í austurlandahraðlestum áður en þeir gerast stjörnufræðingar í þessum þakkargjörðarþætti þar sem þakkað er fyrir að vita varla um hvað þakkargjörðarhátíð gengur útá. Eitthvað með fótbolta.
Oct 26, 2015•1 hr 6 min
Hulli skilur ekki afhverju heimurinn er svona slæmur og Ævar reynir að útskýra það. Þegar þeir eru búnir að fatta hvernig á að bjarga heiminum ræða þeir um tíkarplánetu og Jason Bourne ég meina Jack Bauer ég meina James Bond.
Oct 19, 2015•1 hr 6 min
Hulkimons og Ævordúll líta í eigin barm er þeir athuga karlmennsku-einkenni sín, hvaða kvikmyndir kúra skal með kærustum yfir og hvernig þeir geta almennt orðið betri manneskjur og það sem mikilvægara er; betri Hefnendur. China China China China China China China China China China China…
Oct 12, 2015•1 hr 9 min
Hetjurnar okkar skríða undan hrekkjavökuhelginni með fréttir af fleiri ótrúlegum sögum, mítladýrkun sinni og hvernig nasistarnir gerðu allt betra áður en þeir ávarpa ris hinna feykileiðinlegu frammíkalla.
Oct 05, 2015•1 hr 30 min
Þjakaðir af valkvíða telja Hulloween og Ævarúlfurinn saman sínar eftirlætis hryllingsmyndir í tilefni af Hrekkjavökunni. Ef þú vilt horfa á eitthvað spúkí eða gorí eða krípí eða bloddí um helgina þá færðu bestu uppástungurnar hér.
Sep 28, 2015•1 hr 49 min
Hugleiðingin og Grímsævintýrið vesenast út í vonda folkið á útvarpi Sögu, pæla í hverjir passa rassa í Ásgarði, fetast útí framtíðarloforð Zemeckis og reyna að ákveða í hverju þeir eiga að vera næstu mánaðarmót.
Sep 21, 2015•1 hr 24 min
Hetjurnar okkar knáu ræða glataða gjafmildi, aðdáunarverða ómennsku og myndamyndasögur myrkrahesta áður en þeir dýfa sér á kaf í síðustu söludaga og hina eilífu spurningu; „af hverju Adam Sandler?“
Sep 14, 2015•1 hr 17 min
Hinn Hugljúfi og Sá Ævislegi setjast niður í alrýmið og gubba úr sér vangaveltum um ofhlæði legósins, fráfall drumbkvendisins og fræðinga markaðsins. En setja svo á sig gáfuhjálminn er þeir gefa forsjárhyggjufasistum og anarkískum terroristum í Latabæ góðan gaum.
Sep 07, 2015•1 hr 35 min
Hullsubrauðið og Ævahnúturinn smjatta yfir smávægilegum forgangsatriðum á borð við heilsuvandamál Don Kíkóta, svarta spegilmynd Camerons og Íslenska skrímslamenn í erlendum stiklum en það er aðeinsforrétturinn því í aðalrétt er NOOOOOOOOOOOO!!!!!!
Aug 31, 2015•1 hr 34 min
Hulkleikur er á myndasöguráðstefnu í Noregi þannig að Ævorman sló á þráðinn til hans yfir heimshöfin til að rabba um skyggnar mangastelpur, koddablæti karatemeistara og skilnaðarkrísu geðþekka grínistans Peta Holmes, áður en þeir félagar flytja greinargóða gamanhrollvekjuhugvekju.
Aug 24, 2015•1 hr 34 min
Hetjurnar okkar háfleygu sameinast á ný yfir spjalli um Batmanhlutfallið í Súperman mynd, reifa innanhússendurinnréttingar Marvelheima og Ævorman innhverfuprófar Hulkleik – áður en þeir setja upp eldingarvarana og fara að ræða um uppáhaldstrúarbrögðin sín.
Aug 17, 2015•1 hr 8 min
Ævorman fór í helgarfrí þannig að Hulkleikur fékk gestahefnandann Lóbó (Lóu Hjálmtýs) til að gæða með sér á bláberjum og gaspra með sér um nördaleikfimi, ofurhetjuskriffinsku, þrívíddarklám og hvað það er erfitt að elska teiknimyndir eftir drullusokka.
Aug 10, 2015•1 hr 35 min