Hefnendurnir 75 - We get it
Drengirnir úrræðagóðu hnakkrífast um árstíðir Westeros, skapbresti Bruce Willis, spænskar skopmyndir en bregða svo undir sig leiðari fætinum er þeir minnast látins hryllingsfrumkvöðuls.
Drengirnir úrræðagóðu hnakkrífast um árstíðir Westeros, skapbresti Bruce Willis, spænskar skopmyndir en bregða svo undir sig leiðari fætinum er þeir minnast látins hryllingsfrumkvöðuls.
Hulkleikur og Ævorman vígja nýja upptökugræju með mórölskum vangaveltum um kjúklinga, kynjakvóta og krúsarann. Ævorman reynir að útskýra metafýsikina á bakvið meta og Hulkleikur segir eitthvað vafasamt um nasista.
Ofurhetjurnar ódrepandi rísa skeinulausir úr gröfinni til að ræða Súperman með sítt að aftan og muninn á Jackson og Depp áður en þeir gera aðra atlögu að Fantastic Four. Því við vorum ekki búnir að klára að ræða Fantastic Four. Not by a long shot.
Í sínum nýjasta þætti reyna hetjurnar okkar að leysa leyndarmál tilvistarinnar, Ævorman opinberar uppljómun sína um lífið, tilveruna og allt og Hulkleikur fer að gráta er hann reynir að skilja ástina í þessum tilfinningaþrungnasta hefnKKZZZCCHHRRZZ … hvaða hljóð var þetta?
Félagarnir fræðast um mauramann yfir meðallagi, hin floppuðu fjögur og skeggsnyrtingar á tuttugustuogfjórðu öldinni áður en þeir afsaka hvað þessi þáttur kom seint.
Hulkleikur hringir til höfuðborgarinnar í þynnkuvímu eftir Eistnaflug þar sem hann skemmti sér við að skemmta öðrum og rabbar við Ævorman um ofbeldisleysi á þungarokkssveitaböllum, toppana á nýafstaðinni myndasöguhátíð San Diego og fallvaltleika frægðarinnar, áður en Ævorman lýsir yfir áhyggjum sínum varðandi líkindin milli Júraveraldarinnar og Stálmannsins.
Í nýjasta þætti Hefnendanna Hulkleiks og Ævormanns koma við sögu spanskar eistnaflugur, nýr æðstiprestur þungamálmsins, frekari hugleiðingar um rangleika Cars, sóló Solo og umhverfisvæn steypa. Síðan fabúlera þeir um spinoff af Vöktunum og reyna að gervigreina gervigreind.
Hulkleikur og Ævorman láta af innipúkatendensum og taka upp sinn hundraðasta klukkutíma í sól og vindi. Þar ræða þeir óundirbúnir mjög um nýja köngulóardrenginn, látna stórleikarahetju, ömurlega véllöggu og illa þefjandi íkornastúlku, áður en þeir taka fyrir samkynhneigð í ofurheimum.
Hefnendurnir ljúka lengstu upptöku lífs síns með því að náða Simon Pegg, opinbera verstu kvikmynd íslandssögunnar og minnast þess hvernig það var að vera ekki kúl. Minnast nútímans sumsé.
Hetjurnar okkar þreyta lengstu upptöku ferils síns með vangaveltum um samband dýra og manna, allar myndir sem eru betri en English Patient og hvort að aðrir en Hefnendurnir eigi rétt á skoðunum sínum um hvað sé flott og hvað sé nott.
Ævorman og Hulkleikur missa tímaskynið og tala of lengi um tilfinningalíf Grettis, húðlit Emmu Steins, stór vandamál í litlu Kína, endurkomu aðalsmannaliðsins og endalok raðmorðingjamömmunar.
Í dag þylja Hefnendurnir upp topp 20 bestu myndasögur sem eru ekki ofurhetjumyndasögur í engri sérstakri röð og nei, Sandman er ekki ofurhetja.
Hulkleikur heldur framhjá Ævormanni með Ragneto á heimildamyndahátíðinni Skjaldborg á Patreksfirði. Þeir ræða væntalegt sjónvarpshaust, andsetna kónguló og sannleikann um sannleikann í þessari óleiknu og óskrifuðu heimild um það hámark nördismans sem við köllum Hefnendur.
Hellaði Hulli og Æri Ævar bera saman varúlfa og vampýru brækur sínar, hneykslast yfir almyndastiklu og yfirheyra Ollu um HBO Hásætið áður en þeir taka fyrir stelpumynd ársins; Mad Max fjögur.
Hefnendur rabba um reiða svörtuekkjuaðdáendur og hvað þeir eru orðnir ruglaðir í flóknum heimi myndasagna áður en þeir kryfja mömmur í myndasögum, sjónvarpsþáttum og bíómyndum til mergjar.
Hefnendurnir eyða sínum sextugasta þætti í að ræða heitmeyjar Hulks, húðflúr háðfuglsins og heimsku hommahatarans OG ÞEIR VORU AÐ FATTA NÚNA AÐ ÞAÐ ER MAY THE FOURTH OG ÞEIR TALA NÆSTUM EKKERT UM STAR WARS! Goddemmit.
Hefnendurnir tveir fara á Hefnendurna tvö og gubba af gleði yfir ástarmálum ekkjunar, betrun bogmannsins og veseni vonda vélmennisins. Olla kíkir í heimsókn og segir skoðanir sínar á stólaleiknum mikla. Excelsior!
Hulkleikur er orðinn gamall. Hann skilur ekki neitt lengur. En sem betur fer skilur Ævorman Hulkleik. Í þessum fullorðinslegasta hefnendaþætti ever, ræða hetjurnar um hiphop, nauðgunarbrandara og flugvelli. Mazeltov!
Í nýjasta þætti takast Hulkleikur og Ævorman á um endalok Simpsons söfnunaráráttunnar, hriplekan stólaleik og kíkja í heimsókn til Ólafíu Erlu vinkonu þeirra áður en þeir raðhylla djöfuls djörfungina í nýju Daredevil seríu Netflix og Marvel.
Hefnendur bana þynnkunni á ísfirsku bístrói með brösulegum árangri er þeir láta dæluna ganga um kirkju vísindanna, fruss prumpsins og flug kraftgallans. Við biðjumst velvirðingar á hljóðinu en þessi þáttur var tekinn upp meðal fólks. Fokking fólk.
Að þessu sinni er þátturinn allur tileinkaður meistara Terry Pratchett, þar sem Ævorman fær til sín góða gesti til að ræða um helstu verk Pratchett, persónur og arfleið sem spannar allan diskinn, allt frá Klatch til Ankh-Morpork, and that’s cutting me own throat!
Hugleiðingin og Ævintýrið settu sig í sitthvora útlegðina í sitthvorum landshlutanum að skrifa hugleiðingar og ævintýri. En þeir létu það ekki stöðva sig og hljóðrituðu sitt fyrsta símvarp. Umræðuefnið? Nú auðvitað Liv Tyler.
Í extra löngum þætti kíkja hetjurnar keiku í kaffi og velta fyrir sér óþörfum framhöldum, borgarstjórabrölti og myndasögum Millars áður en þeir plinga the ging og halda upp á átján ára afmæli Buffy með pomp og prakt.
Hulkleikur og Ævorman þurfa að gera upp sakirnar eftir dramatískar vendingar í síðasta þætti og gera það með stæl í fyrstu live upptöku á hefnendaþætti. Að auki koma góðir gestir eins og jarðarbúinn Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir og lífskúnstnerinn Jón Mýrdal sem og skemmtiatriði frá Uglu og Sögu úr Ástinni og leigumarkaðinum.
Í fimmtugastaogfyrsta þætti halda Hefnendurnir uppá fimmtíuogeins árs afmæli Doctor Who með líflegri umræðu um þennan besta sjónvarpsþátt allra tíma. En umræða þessi reynist Hefnendunum ofviða og stefnir vináttu þeirra í hættu...
Hefnendurnir fagna fimmtugsafmælinu með extra löngum þætti þar sem Hulkleikur og Ævorman ræða um pavlóvur Schrödingers, geimveruglannaskap og miðaldra laugardagsgrínista áður en söngkonan og kynjapælarinn Anna Tara Andrésdóttir mætir í heimsókn til að hirta þá og fræða um leyndardóma skuggana fimmtíu.
Hefnendurnir hefna um gramm af Kanye, Marvelös lóafréttir og ris og fall Júpiters áður en þeir kynna til sögunnar nýjan dagskrárlið, spjalla um spjallþáttastjórnanda og kommenta á kommentakerfi. Hulkleikur lætur þó síðan ekki Berlínarútlegð sína stöðva sig og sendir angurvært sendibréf mitt úr hjarta meginlands Evrópu.
Hefnendurnir gerast amorískir í tilefni verðandi Valentínusar og velta fyrir sér ástum ofurhetja, ástum vélmenna og ástum morgunverðarklúbbsins áður en þeir sæka sig upp og beina grænum og köldum hjörtum sínum inn á við og skoða abstrakt og veraldlegar upplifanir sínar í ástarmálum.
Ragneto kemur óvænt í heimsókn til hetjanna okkar og þrenningin þráláta þræðir sig gegnum skeggtísku, spurningabombubombur, grimmd í gríni og innrásir á Gúbíter, áður þeir velta fyrir sér kvenkyns afturgöngumorðingjum og hvort að „Nei“ sé í raun og veru ekkert svar.
Hefnendurnir tala um skólun Hulkleiks í HÍ, karlasmekk nineties ljóska og ofurhetjuofhlæði Hollywoods áður en þeir telja upp helstu tilhlakkanir hvað varðar kvikmyndir á komnu ári.