Hefnendurnir 15 - Son of Han
Hulkleikur og Ævor Man fá Ragga 'Rawkeye' Hansson í heimsókn til sín til að ræða stjörnustjórnarkosningar, tímaflakkandi kynlífsbandíta og mauramann í sköpunarkrísu.
Hulkleikur og Ævor Man fá Ragga 'Rawkeye' Hansson í heimsókn til sín til að ræða stjörnustjórnarkosningar, tímaflakkandi kynlífsbandíta og mauramann í sköpunarkrísu.
Ævor Man og Hulkleikur ræða um dularfulla ofurkrafta Kitty Pryde, skoða kosningar með sínum augum og fá Kaiju áhugamanninn Ómar Swarez til að uppfræða þá um leyndardóma Godzilla.
Hetjurnar okkar ræða um nýjasta búning Leðurblökumannsins, minnast skrímslasmiðsins H.R. Giger og spekúlera í kvikmyndum sem aldrei urðu.
Hetjurnar okkar syrgja samfélaga sína í Community, rifja upp samfélagsfælni sína á gaggóárunum og kynna nýjan dagskrárlið sem þeir vita ekki hvað heitir en inniheldur syngjandi fabjúlöss ofurhetjujesú.
Hulkleikur og Ævor man heimsækja uppeldisstöðvar sínar í Nexus á ókeypis myndasögudeginum og kryfja síðan samband sitt við Stjörnustríð í tilefni May the fourth.
Í sérstökum tvöföldum hátíðarþætti Hefnendanna kafa Hulkleikur og Ævor Man ofaní sögu hinna stökkbreyttu X-manna gegnum kvikmyndir og myndasögur. Xtra blaður! Xtra gleði! Xtra enskuslettur!
Hetjurnar okkar takast á við nördakvíða og fordóma, komast að því að George R.R. Martin á sér óvænt leyndarmál og að Affleck er mjög góður douchebag.
Hetjurnar okkar gægjast á glæstan feril Gutenbergs, gæla við gamla Goonies og skammast sín ekkert fyrir það.
Ævor man vill senda skjaldbökur í nefaðgerð og Hulkleikur vill senda vampírur í ennisaðgerð.
Hetjurnar okkar kveikja á ilmkertunum og affrysta ostrurnar er þeir ræða um sjálfsfróun Súpermanns, vergirni Wolveríns og einkamál Elektru í sérstökum kynlífsþætti Hefnenda.
Hetjurnar spá í æxlunarkerfi litlu hafmeyjunnar og fatta að ekki er hægt að ræða spoileralaust um spoilera.
Hulkleikur fattar að það er ennþá erfitt að tala um Woody Allen og fer þess í stað að grenja yfir að vinna ekki Edduverðlaun. Ævor Man fægir Eddurnar sínar með tárum Hulkleiks.
Hefnendurnir syrgja Harold Ramis og læra að Hollywood er eitt stórt Groundhog Day.
Ævor Man og Hulkleikur ræða dauða ástarinnar og sameinast í hrifningu sinni á fljúgandi ellilífeyrisþega.
Hulkleikur slátrar íslenska tungumálinu og Ævor Man játar ást sína á tveimur og hálfum karlmönnum.